Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 13. nóvember 2021 23:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kallið kom Arnóri á óvart - Fékk send skilaboð „hingað og þangað"
Icelandair
Alltaf tilbúinn þegar kallið kemur
Alltaf tilbúinn þegar kallið kemur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vona innilega að ég fái eitthvað að spila á morgun.
Vona innilega að ég fái eitthvað að spila á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þetta kom mér kannski ekkert á óvart en maður var smá sár.
Þetta kom mér kannski ekkert á óvart en maður var smá sár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hér erum við í dag, ég er kominn aftur inn og við lifum í núinu
Hér erum við í dag, ég er kominn aftur inn og við lifum í núinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason var valinn í landsliðshópinn fyrr í þessum mánuði og er með landsliðinu sem undirbýr sig fyrir lokaleik sinn í undankeppni HM á morgun.

Ísland mætir Norður-Makedóníu klukkan 17:00 á þjóðarleikvanginum í Skopje.

Arnór ræddi við Fótbolta.net í dag, bæði um landslið og félagsliðið sitt New England Revolution sem spilar í bandarísku MLS deildinni.

Í þessum hluta verður einblínt á landsliðshlutann en Arnór Ingvi hafði ekki tekið þátt í verkefni frá því í mars fyrr en því sem nú er í gangi. Arnór dró sig úr hópnum í maí þegar spilað var við Mexíkó, Færeyjar og Pólland og var svo í kjölfarið ekki valinn í næstu verkefni.

Kom á óvart að vera valinn
Byrjum á verkefninu sem nú er í gangi. Kom þér á óvart þegar þú fékkst kallið frá landsliðsþjálfurunum í þetta verkefni?

„Já, það gerði það, ekki það að ég væri búinn að gefa þetta upp á bátinn eða neitt þannig. Þetta kom mér á óvart en maður er alltaf tilbúinn þegar kallið kemur."

Frá bekknum var þetta heilt yfir fínt
Hvernig var að fylgjast með af bekknum á móti Rúmeníu á fimmtudaginn?

Leikurinn endaði með markalausu jafntefli og Arnór kom ekki við sögu í leiknum.

„Við spiluðum vel fannst mér, lokuðum vel á þá. Mér fannst við byrja leikinn mjög vel, vorum ofarlega á vellinum, leyfðum boltanum að fljóta dálítið en svo þegar leið á leikinn þá tóku þeir yfir. Það er alveg skiljanlegt þar sem þeir voru að spila upp á annað sætið. Mér fannst við loka alveg ágætlega vel á þá og hefðum getað stolið þessu. Frá bekknum að líta þá var þetta heilt yfir fínt."

Vonar innilega að hann fái að spila á morgun
Geriru þér vonir um að taka þátt í leiknum á morgun?

„Alltaf, ég geri mér alltaf vonir um að spila. Ég vona innilega að ég fái eitthvað að spila á morgun."

Smá sár en ekkert mál
Að hópnum sem valinn er í ágúst fyrir september-verkefni landsliðsins. Kom þér á óvart að hafa ekki verið valinn í þann hóp?

„Eins og ég sagði þá vona ég og held alltaf í það að ég verði valinn, ég er búinn að vera partur af þessu lengi. Þetta kom mér kannski ekkert á óvart en maður var smá sár. Það er ástæða á bakvið allt saman og ég tek henni bara, ekkert mál. Eftir slíkt kem ég bara tvíefldur inn í næsta verkefni."

Gat lifað með ástæðunni og geri enn
Geturu sagt mér af hverju þú gafst ekki kost á þér í hópinn í verkefnið í maí/júní?

„Það er góð og gild ástæða fyrir því. Ég var ekki í mínu besta standi, var tiltölulega nýkominn til Boston og ég er að vinna mér inn sæti í liðinu þar. Ég taldi það best þá að fá að sleppa þeim leikjum, vinna í sjálfum mér og koma mér í eins gott stand og hægt var."

„Ég missti nánast af öllu undirbúningstímabilinu, bæði með Malmö og svo New England. Það setti strik í reikninginn og ég horfði þannig á þetta að þetta voru tveir æfingaleikir og besta tímasetninginn til að vinna í sjálfum mér væri þá - upp á að vinna mig inn í lið New England og vera í sem besta standi fyrir næstu landsliðsverkefni."


Hugsaðiru að þetta gæti haft áhrif á næstu hópa, að þú yrðir mögulega ekki valinn?

„Ég hugsaði það alveg en hugsaði líka að þá væri það bara þannig. Mín ástæða fannst mér vera gild og góð, gat lifað með henni og geri enn."

Voru sammála um að vera ósammála
Hvernig var samtalið við Arnar, sýndi hann þessu mikinn skilning?

„Já, við töluðum alveg saman og það er ekkert illt á milli mín og Arnars, ekkert nema virðing. Ég virði hann og hann virðir mig. Hann virti mína ákvörðun, við töluðum alveg um það og vorum sammála um að vera ósammála. Stundum er það þannig og ekkert nema virðing þar á milli."

Sjá einnig:
Alls engin leiðindi milli Arnars og Arnórs - „Veit ekki hvaðan þær sögur koma"

Fékk sent hingað og þangað
Ég, fréttaritari, varð var við sögur í kringum valið á hópnum í ágúst að þín fjarvera tengdist því að þú gafst ekki kost á þér í maí. Varðstu sjálfur var við það?

„Já, klárlega. Maður fær sent hingað og þangað en það er ekki mitt að vera kommenta á það. Ég vel ekki hópinn en svona var þetta bara og hér erum við í dag, ég er kominn aftur inn og við lifum í núinu," sagði Arnór að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner