Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 13. nóvember 2021 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man Utd með tvo þjálfara í sigtinu
Mynd: EPA
Það lítur allt út fyrir að það verði þjálfaraskipti hjá Manchester United fyrr en síðar.

United undir stjórn Ole Gunnar Solskjær hefur tapað illa gegn Liverpool og Man City að undanförnu og ekki verið sannfærandi í Meistaradeildinni.

Samkvæmt fjölmiðlum hafði United samband við umboðsmann Erik Ten Hag stjóra Ajax en hann hafi ekki viljað hlusta á neitt tilboð.

Þá segir Duncan Castles hjá The Sunday Times að það séu tveir eftir sem koma til greina hjá United að taka við liðinu. Það eru Brendan Rodgers hjá Leicester og Mauricio Pochettino stjóri PSG.

United er að leita að stjóra sem hefur reynslu af Úrvalsdeildinni en Pochettino var stjóri Southampton og Tottenham frá 2013-2019. Hann var sagður hafa áhuga á því að snúa aftur til Tottenham síðasta sumar.
Athugasemdir
banner