Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 14. janúar 2019 15:02
Arnar Helgi Magnússon
Grindavík fær króatískan varnarmann (Staðfest)
Josip Zeba
Josip Zeba
Mynd: Grindavík
Grindavík hefur gengið frá tveggja ára samning við króatíska varnarmanninn Josip Zeba.

Zeba er reynslumikill leikmaður en en hann á yfir 100 leiki í efstu deildum í Króatíu. Á árunum 2016 til 2018 lék hann með FC Almunij en það lið leikur í slóvensku úrvalsdeildinni.

Nú síðast lék Zeba með liðinu HAGL sem er frá Víetnam.

„Verulegar líkur eru á því að hann muni líka ganga í Skotveiðifélag Grindavíkur," segir í fréttatilkynningu Grindavíkur.

Þetta er þriðji leikmaðurinn sem að Grindvíkingar fá á árinu en í síðustu viku samdi Marc McAusland við liðið en hann kom frá Keflavík.

Hinn leikmaðurinn er serbneski markvörðinn Vladan Djogatovic sem að kom frá FK Javor í Serbíu.


Athugasemdir
banner
banner
banner