Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 14. janúar 2019 14:33
Arnar Helgi Magnússon
Hörður Árnason spilar áfram með HK (Staðfest)
Hörður í leik með HK.
Hörður í leik með HK.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Hörður Árnason mun taka slaginn með HK í Pepsi-deildinni næsta tímabil en hann lék með liðinu síðari hluta síðustu leiktíðar. Þetta kemur fram á mbl.is

Hörður hafði leikið með Stjörnunni síðan árið 2011 þegar hann tilkynnti um mitt tímabil í fyrra að hann myndi ekki leika lengur með liðinu vegna þess að erfitt væri að samþætta fótboltann með starfi hans sem flugumferðastjóri.

Nokkru síðar gekk hann til liðs við HK og hjálpaði liðinu að komast upp í efstu deild.

Hinn 29 ára gamli Hörður lék 152 leiki fyrir Stjörnuna í deildar, bikar og Evrópukeppni. Árið 2014 var Hörður í stóru hlutverki þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti.

Hörður á að baki einn A-landsliðsleik.

HK hefur verið að styrkja leikmannahópinn í vetur en Emil Atlason og Kári Pétursson eru mættir í Kópavoginn. Ásgeir Börkur Ásgeirsson spilaði einnig með liðinu í Fótbolta.net mótinu um helgina.
Athugasemdir
banner