Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 14. nóvember 2021 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Magnús Þórir í Njarðvík (Staðfest)
Magnús Þórir Matthíasson.
Magnús Þórir Matthíasson.
Mynd: Njarðvík
Njarðvík hefur styrkt leikmannahóp sinn fyrir næstu leiktíð með því að semja við Magnús Þóri Matthíasson.

Magnús er öflugur leikmaður sem spilar framarlega á vellinum. Hann kemur til Njarðvíkur frá Reyni Sandgerði.

Magnús, sem er 31 árs, hefur spilað 304 leiki á sínum meistaraflokksferli með Keflavík, Fylki, Víði Garði, Kórdrengjum og Reyni.

„Það er okkur Njarðvíkingum mjög mikill fengur að fá Magnús í okkar raðir og mun reynsla hans án efa nýtast okkur vel á komandi tímabili," segir í tilkynningu Njarðvíkur.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner