Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 14. desember 2018 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Axel Sigurðar lánaður til Gróttu (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kantmaðurinn efnilegi Axel Sigurðarson mun leika fyrir Gróttu á láni frá KR næsta sumar.

Axel er fæddur 1998 og hefur þokkalega reynslu úr Inkasso-deildinni eftir síðustu keppnistímabil. Í fyrra lék hann 8 leiki fyrir HK og í ár gerði hann 3 mörk í 19 leikjum með ÍR sem féll um deild.

Hann er uppalinn KR-ingur og á sjö keppnisleiki að baki með meistaraflokki.

Grótta komst upp úr 2. deild í sumar og mun því leika í Inkasso-deildinni aftur eftir að hafa fallið í fyrra.

Seltirningar ætla sér stóra hluti næsta sumar og eru einnig búnir að styrkja sig með varnarmanninum Bjarka Leóssyni og miðjumanninum öfluga Óliver Degi Thorlacius, sem átti frábært sumar í 2. deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner