Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 15. janúar 2019 11:45
Arnar Helgi Magnússon
Martin O'Neill tekinn við Nottingham Forest (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Martin O'Neill er tekinn við Nottingham Forest eftir að Aitor Karanka sagði starfi sínu lausu í síðustu viku.

O'Neill er reynslumikill þjálfari en hann hefur komið víða við á ferli sínum. Hann hefur þjálfað lið á borð við Leicester, Celtic, Aston Villa, Sunderland og nú síðast írska landsliðið.

Hann kom Írum í 16-liða úrslit á EM í Frakklandi árið 2016 en liðið komst upp úr riðli með Belgum og Ítölum.

O'Neill lék í tíu ár með Nottinham Forest á sínum ferli sem knattspyrnumaður og má því með sanni segja að hann sé kominn "heim".

Hann lék 285 leiki með liðinu á árunum 1971 til 1981.

Nottingham Forest situr í níunda sæti Championship deildarinnar en kröfurnar voru mun meiri fyrir tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner