Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 15. janúar 2019 11:22
Arnar Helgi Magnússon
Petr Cech hættir eftir tímabilið (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Petr Cech, markvörður Arsenal, mun leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. Þetta staðfesti hann á samfélagsmiðlum sínum nú í morgun.

Cech er afar farsæll markvörður og hefur unnið alla titla sem að í boði eru á Englandi.

Hann lék stærstan ferilsins með Chelsea eða frá árinu 2004 til ársins 2015. Hann lék 333 leiki fyrir félagið. Hann færði sig síðan yfir til Arsenal árið 2015 og var aðalmarkvörður liðsins þangað til í haust þegar Bernd Leno tók sætið hans.

Cech hefur spilað yfir 120 leiki með tékkneska landsliðinu en hann hætti að spila fyrir það árið 2016.

„Þetta er mitt 20. tímabil sem atvinnumaður. Mér finnst þetta rétti tímapunkturinn til að tilkynna það að ég mun hætta eftir tímabilið. Ég er búinn að spila í 15 ár í ensku úrvalsdeildinni og ég hef unnið alla þá titla sem í boði eru."

„Ég mun halda áfram að leggja hart að mér og vonandi nær Arsenal að vinna titil á tímabilinu. Ég hlakka til að sjá hvað bíður mín þegar ég hætti."



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner