þri 15. janúar 2019 18:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ryan Babel til Fulham (Staðfest)
Rauðhærður Babel er mættur í ensku úrvalsdeildina á nýjan leik!
Rauðhærður Babel er mættur í ensku úrvalsdeildina á nýjan leik!
Mynd: Fulham
Hollenski kantmaðurinn Ryan Babel er mættur aftur í ensku úrvalsdeildina. Hann mun leika með Fulham út þetta tímabil.

Babel fær treyju númer 12 hjá Fulham.

„Ég hef fulla trú á því að Fulham geti haldið sér uppi. Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég er hingað kominn, til þess að hjálpa við að ná því," sagði Babel við heimasíðu Fulham.

Babel er 32 ára gamall og kemur frá tyrkneska stórveldinu Besiktas sem hefur ekki verið að gera sérlega góða hluti á tímabilinu.

Babel á að hjálpa Fulham í fallbaráttunni en hann hefur reynslu úr enska boltanum eftir að hafa verið leikmaður Liverpool í þrjú og hálft ár á sínum yngri árum.

Babel hefur gert 8 mörk í 54 landsleikjum fyrir Holland og mun berjast við menn á borð við Andre Schürrle og Lucas Vietto um byrjunarliðssæti.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner