Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 15. mars 2021 20:38
Ívan Guðjón Baldursson
Arnór Ingvi nýr leikmaður New England Revolution (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kantmaðurinn knái Arnór Ingvi Traustason er genginn í raðir New England Revolution sem leikur í bandarísku MLS deildinni. Félagið svo gott sem staðfesti þetta með færslu á Twitter í kvöld.

Lið New England er áhugavert og komst í undanúrslit í úrslitakeppni MLS í fyrra. Eigandi félagsins er moldríkur en frægasti leikmaður liðsins er líklegast Spánverjinn Carles Gil, fyrrum miðjumaður Valencia og Aston Villa.

Arnór Ingvi er 27 ára gamall og gerði góða hluti hjá Norrköping og Malmö á Norðurlöndunum. Hann hefur áður reynt fyrir sér í Austurríki og Grikklandi án þess að ná jafn góðum árangri og í Skandinavíu.

Arnór hefur gert 5 mörk í 37 A-landsleikjum fyrir Ísland. Hann gæti mætt Guðmundi Þórarinssyni sem leikur fyrir New York City, sem er einnig í austurhlutanum.

Sjá einnig:
Arnór Ingvi á leið í MLS-deildina


Athugasemdir
banner
banner
banner