Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 15. júní 2022 18:41
Brynjar Ingi Erluson
Alves farinn frá Barcelona (Staðfest)
Dani Alves
Dani Alves
Mynd: EPA
Brasilíski hægri bakvörðurinn Dani Alves tilkynnti í dag að hann myndi ekki framlengja samning sinn við Barcelona og kveður hann því félagið eftir hálfs árs dvöl.

Alves, sem er 39 ára gamall, gekk aftur í raðir Barcelona undir lok síðasta árs og gerði samning út tímabilið.

Hann spilaði með liðinu frá 2008 til 2016 þar sem hann vann allt undir stjórn Pep Guardiola.

Draumur hans var að snúa aftur og varð það að veruleika er Xavi tók við liðinu. Hann átti þátt í því að snúa gengi Börsunga við og hjálpaði liðinu að ná öðru sæti deildarinnar.

Alves verður ekki áfram í röðum Barcelona en ekki komst samkomulag um að endurnýja samninginn. Hann mun því finna sér nýtt félag í sumar, en Alves stefnir að því að halda sér í formi fram að HM í Katar áður en hann leggur skóna á hilluna.

„Elsku Börsungar. Það er tími til kominn að kveðja. Ég vil þakka öllu teyminu fyrir tækifærið að fá að snúa aftur til Barcelona fá að klæðast þessari yndislegu treyju á nýjan leik. Þau vita ekki hversu mikið þetta hefur glatt mig," sagði Alves.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner