sun 15. júlí 2018 18:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evra þegar Pogba skoraði: Af hverju alltaf þetta kjaftæði?
Pogba er Heimsmeistari.
Pogba er Heimsmeistari.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba var maður leiksins þegar Frakkland varði Heimsmeistari í annað sinn í dag.

Pogba spilar með Manchester United og hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína þar, sérstaklega á síðasta tímabili. Pogba var mjög flottur á HM með Frakklandi og þarf núna að halda uppteknum hætti þegar kemur að því að spila fyrir United.

Sumir telja þó að Pogba sé að fá ósangjarna gagnrýni hjá United og einn þeirra er greinilega Patrice Evra, fyrrum leikmaður franska landsliðsins og Man Utd.

Eftir að Pogba skoraði þriðja mark Frakklands í dag birti Evra myndband á Twitter þar sem hann segir:

„Virðing! Af hverju eruð þið alltaf með þetta kjaftæði í garð bróður míns? Virðið hann. Guð minn góður, guð minn góður Paul - ég get ekki beðið eftir því að þú komir aftur til Englands með titilinn. Virðið bróður minn, virðið bróður minn. Eruð þið klikkuð eða hvað?"

Hér að neðan má sjá myndbandið.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner