Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   lau 15. ágúst 2020 19:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi Höskulds: Er eiginlega í sjokki
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er eiginlega í sjokki, að vera 3-0 yfir á heimavelli og gera jafntefli. Það er ekki boðlegt," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis R., eftir jafntefli gegn Þór í markaleik.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  3 Þór

Leiknismenn vildu í tvígang fá vítaspyrnu í leiknum. Annað atvikið var undir lok fyrri hálfleiks og það seinna í stöðunni 3-3, í bæði skiptin var það Vuk Oskar Dimitrijevic sem féll í teignum. Fannst Sigga þetta vera vítaspyrnur?

„Já klárlega þegar Vuk fer niður en ég ætla að pæla í einhvejru öðru en því."

Hvað segir Siggi við strákana eftir að hafa misst niður 3-0 forskot - var hann ósáttur við eitthvað annað en sína leikmenn í þessum leik?

„Mér fannst þetta líta vel út í seinni en svo kemur 10-15 mínútna kafli þar sem við hleypum þeim í leikinn og Þórsararnir gera vel. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða og vinna í því hugarfarslega að rífa hvern annan upp inn á vellinum. Við þurfum að fækka þessum köflum sem við erum andlausir."

Hvað ætlar Siggi að segja við strákana sína fyrir næsta leik til að koma í veg fyrir að það sama gerist aftur?

„Það eru engin töfraorð við því. Við lærum af þessu og ræðum þetta í rólegheitunum á morgun. Ég held að allir hafi verið sammála því sem ég ræddi eftir leikinn að við þurfum að vera sterkari andlega."

Leiknir hefur fengið 20 stig í Lengjudeildinni í níu leikjum og því sjö stigum frá því að vera með fullt hús stiga. Öll þessi sjö stig hafa 'tapast' á heimavelli. Er einhver ástæða fyrir því?

„Nei, við viljum ekki hafa það þannig engin sérstök ástæða fyrir því."

Hefði Guy Smit átt að fá seinna gula þegar Þórsarar fengu vítaspyrnu eftir að hollenski markvörðurinn braut á Guðna Sigþórssyni? Hver er skoðun Sigga á því?

„Jújú það var örugglega seinna gula en ég hef eiginlega ekki skoðun á því," sagði Siggi og þar með lauk viðtalinu sem má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner