Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Niðurtalningin - Eitthvað nýtt og miklu stærra
Aldrei heim - Horfum ekki á E-riðilinn á EM
Niðurtalningin - Hverfisstrákarnir úr Árbænum
Aldrei heim - Kjartan Henry fékk góða gjöf frá Úkraínumanni
Aldrei heim - Formaðurinn í takkaskónum
Niðurtalningin - Sama uppskrift og í fyrra
Aldrei heim - Landsliðið komið til Póllands
Útvarpsþátturinn - Jói Kalli, Bjarki Már og Elvar Geir um landsliðið
Beint frá Búdapest - Hetjan sem mátti ekki tala
Beint frá Búdapest - Áfall að morgni leikdags
Viktor Unnar: Fann strax að þetta er eitthvað sem á við mig
Aron Jó: Cole Campbell tekur sínar eigin ákvarðanir
Hugarburðarbolti Þáttur 8
Beint frá Búdapest - Skiptar skoðanir á ákvörðuninni um Albert
Hákon Rafn - Umspilið og leiðin til Brentford
Enski boltinn - Töfrar í bikarnum
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Hugarburðarbolti Þáttur 7
Gylfi mættur í Val - Lyftir deildinni upp um nokkrar hæðir
Enski boltinn - Yfirburðir Liverpool og ómögulegt að spá
   sun 15. október 2017 15:15
Fótbolti.net
Einkunnir Íslands - Hver var bestur í undankeppninni?
Gylfi fagnar marki gegn Kosóvó.
Gylfi fagnar marki gegn Kosóvó.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Kári Árnason var frábær í undankeppni HM.
Kári Árnason var frábær í undankeppni HM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson gerðu upp magnaða undankeppni HM í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.

Íslendingar náðu að vinna sterkan riðil sinn og tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi.

Elvar og Tómas fóru yfir meðaleinkunnir leikmanna Íslands í undankeppninni og komust að því hver var besti leikmaður okkar liðs í riðlinum.

Niðurstaðan kemur ekki á óvart en þriðju undankeppnina í röð var Gylfi Þór Sigurðsson okkar besti maður. Fótbolti.net gefur einkunnir eftir alla landsleiki.

Einu sinni var gefið 10 í undankeppninni en Jón Daði Böðvarsson fékk fullt hús fyrir sigurleikinn gegn Tyrklandi í Eskisehir. Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason, Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson afrekuðu að fá 9 oftar en einu sinni.

Lægsta einkunn sem gefin var er 3 en þá einkunn fékk Birkir Már Sævarsson í sigrinum gegn Finnlandi á Laugardalsvelli og Rúrik Gíslason eftir tapið í Finnlandi.

Einkunnir Íslands:
Gylfi Þór Sigurðsson 7,6
Aron Einar Gunnarsson 7,3
Kári Árnason 7,3
Jóhann Berg Guðmundsson 7,2
Ragnar Sigurðsson 7,2
Birkir Bjarnason 6,9
Hörður Björgvin Magnússon 6,9
Hannes Þór Halldórsson 6,8
Alfreð Finnbogason 6,7
Jón Daði Böðvarsson 6,7
Emil Hallfreðsson 6,6
Birkir Már Sævarsson 6,5
Björn Bergmann Sigurðarson 6
Ari Freyr Skúlason 5,5

*Á listanum eru leikmenn sem fengu einkunnir fyrir 4 leiki eða fleiri.
*Spila þarf a.m.k. 20 mín í leik til að fá einkunn

Leikmenn sem fengu einkunnir fyrir 2 leiki:
Sverrir Ingi Ingason 8,5
Theodór Elmar Bjarnason 7
Viðar Örn Kjartansson 6

*Arnór Ingvi Traustason (7), Ögmundur Kristinsson (5) og Rúrik Gíslason (3) fengu aðeins einkunn í einum leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner