Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 15. nóvember 2021 09:08
Elvar Geir Magnússon
Dean Smith tekinn við Norwich (Staðfest)
Dean Smith er orðinn stjóri Norwich.
Dean Smith er orðinn stjóri Norwich.
Mynd: EPA
Norwich City hefur staðfest Dean Smith sem nýjan stjóra liðsins. Smith, sem var rekinn nýlega frá Aston Villa, gerir tveggja og hálfs árs samning við Norwich sem er á botni ensku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum frá öruggu sæti.

Craig Shakespeare, sem var aðstoðarmaður Smith á Villa Park, fylgir og verður aðstoðarmaður á Carrow Road.

„Það hefur verið nóg að gera síðustu sjö daga. Ég er mjög ánægður með að vera kominn aftur í starf og stýra Norwich City í ensku úrvalsdeildinni," segir Smith.

„Það hefur verið unnið frábært starf hjá þessu félagi síðustu fjögur og hálft ár. Nú er það verkefni hjá mér og Craig að halda áfram að bæta það starf og stefna á það markmið að halda liðinu í ensku úrvalsdeildinni."

Fyrsti leikur Smith við stjórnvölinn verður heimaleikur gegn Southampton eftir fimm daga.

Hann verður þar með fyrsti stjórinn sem stýrir tveimur leikjum í röð með sitthvoru liðinu gegn sama andstæðingi. Hann var rekinn frá Villa eftir tap gegn Southampton.

Smith gerði góða hlut á þremur árum hjá Villa. Hann stýrði liðinu upp úr Championship-deildinni og komst í úrslitaleik Carabao bikarsins.

„Frá sextán ára aldri hef ég starfað í fótboltanum. Á þeim tíma held ég að ég hafi tekið fjögurra mánaða frí og ég naut þess ekki. Það er frábært að komast strax í starf."

Daniel Farke var rekinn frá Norwich 6. nóvember eftir sigurleik gegn Brentford, það var fyrsti deildarsigur Norwich á tímabilinu. Frank Lampard var upphaflega efstur á blaði Norwich en hann dró sig svo sjálfur út úr viðræðunum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner