Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 15. nóvember 2022 09:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Ívan Rivine í Fylki (Staðfest)
Markvörðurinn mættur í Fylki.
Markvörðurinn mættur í Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Fylkir tilkynnti í morgun að markvörðurinn Jón Ívan Rivine væri genginn í raðir félagsins frá Gróttu.

Jón Ívan skrifar undir tveggja ára samning við Fylki sem mun spila í Bestu deildinni á komandi tímabili eftir að hafa endað í efsta sæti Lengjudeildarinnar tímabilið 2022.

Jón Ívan var á bekknum í liði ársins í Lengjudeildinni. Ólafur Kristófer Helgason, aðalmarkvörður Fylkis á síðasta tímabili, varði mark úrvalsliðsins.

„Hann hefur spilað 122 KSÍ leiki og kemur til með að vera frábær viðbót við hópinn." segir í tilkynningu Fylkis.

Jón Ívan er 26 ára gamall og var með lausan samning hjá Gróttu. Hann á að baki 73 deildarleiki á ferlinum, spilaði alla 22 leiki Gróttu á liðnu tímabili.

Hann er annar leikmaðurinn sem Fylkir fær í sínar raðir eftir að tímabilinu lauk. Sá fyrsti var Emil Ásmundsson sem skipti alfarið yfir eftir að hafa verið á láni frá KR seinni hluta tímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner