lau 16. júní 2018 18:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maradona sakaður um kynþáttafordóma á Íslandsleiknum
Icelandair
Maradona fangaði athyglina í stúkunni.
Maradona fangaði athyglina í stúkunni.
Mynd: Getty Images
Ísland náði jafntefli við Argentínu.
Ísland náði jafntefli við Argentínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Argentíska goðsögnin Diego Maradona var í stúkunni þegar Ísland og Argentína áttust við á HM í fótbolta í dag.

Leikurinn fór ekki eins og Maradona vildi, lokaniðurstaðan var 1-1.

Maradona vakti mikla athygli í stúkunni. Hann braut reglur á leiknum þegar hann kveikti sér í vindil í stúkunni en það sem verra er, þá hefur hann verið sakaður um kynþáttafórdóma á leiknum. Jacqui Oatley, sem var á leiknum fyrir BBC, sakar Maradona um kynþáttafordóma.

„Maradona er ekki svo svalur núna. Nokkrir stuðningsmenn Suður-Kóreu kölluðu "Diego" að honum og hann svaraði með brosi, kossi og veifaði til þeirra. Svo togaði hann augu sín til hliðar og var með kynþáttafordóma í þeirra garð. Við sem sáum þetta vorum furðulostin," skrifar Jacqui á Twitter.

Fjölmiðlakonan Seema Jaswal tekur undir orð hennar. „Ég sit við hliðina á Jacqui og sá það sem Maradona gerði. Hann á að vita betur. Strákarnir voru að mynda hann og voru svo spenntir að fá mynd með honum. Þetta var svar hans."


Hvatningarorð frá Maradona
Ekki gott hjá Maradona en hann birti færslu á Instagram eftir leikinn þar sem hann ritaði hvatningarorð til Argentínumanna.

„Við verðum að halda áfram að hvetja liðið, áfram Argentína!" skrifaði Maradona og minnti þar á liðið frá 1990 sem tapaði fyrsta leik á HM óvænt gegn Kamerún. Maradona var fyrirliði liðsins sem komst alla leið í úrslitaleikinn. Þegar þangað var komið var niðurstaðan hins vegar 1-0 tap gegn Vestur-Þjóðverjum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner