Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 16. júlí 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Patrekur Orri lánaður í ÍR (Staðfest)
Patrekur Orri er kominn í ÍR.
Patrekur Orri er kominn í ÍR.
Mynd: Raggi Óla
Arnar Hallsson, þjálfari ÍR, hefur sótt liðsstyrk til síns fyrrum félags, Aftureldingu.

ÍR hefur fengið Patrek Orra Guðjónsson á láni frá Aftureldingu út tímabilið.

Patrekur Orri er 18 ára gamall framherji sem hefur komið við sögu í sex leikjum í sumar í Lengjudeildinni með Aftureldingu og skorað í þeim eitt mark.

Hann spilaði með Hvíta riddaranum í 4. deild í fyrra og skoraði þá fimm mörk í sjö leikjum.

ÍR er í sjötta sæti 2. deildar með 16 stig eftir 11 leiki spilaða.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner