Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 16. nóvember 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Freyþór í Vogana (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Þróttur Vogum
Freyþór Hrafn Harðarsson er genginn í raðir Þróttar í Vogum. Freyþór er varnarmaður sem skrifar undir tveggja ára samning við Þrótt.

Freyþór er frá Laugum í Þingeyjarsveit og hefur leikið fyrir Magna síðustu tvö tímabil. Hann lék þar á undan með Völsungi á Húsavík.

Síðustu tvö árin hefur Freyþór spilað fyrir hið sögufræga félag og stórveldið Magna frá Grenivík og verið einn af lykilmönnum liðsins.

Hann var eini leikmaður Magna sem spilaði alla leiki þeirra í sumar og missti ekki af mínútu.

Freyþór er 24 ára og á að baki 118 leiki í deild og bikar en hefur ekki náð að skora til þessa í Íslandsmótinu.

Þróttur spilar í Lengjudeildinni á komandi leiktíð, félagið er í fyrsta sinn með lið í næstefstu deild.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner