Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 16. nóvember 2021 16:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Helgi Snær og Guðjón Máni í ÍR (Staðfest)
Helgi Snær og Arnar Halls.
Helgi Snær og Arnar Halls.
Mynd: ÍR
ÍR tilkynnti í dag á Facebook-síðu sinni að Helgi Snær Agnarsson væri orðinn leikmaður félagsins. Helgi Snær er 22 ára leikmaður sem getur leyst margar stöður á vellinum. Hann er uppalinn í Stjörnunni en skipti yfir í Fjölni í 2. flokki.

Hann steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Vængjum Júpíters tímabilið 2018. Tímabilið 2020 lék hann með Magna á Grenivík og fyrir síðasta tímabil var hann ráðinn spilandi þjálfari Einherja á Vopnafirði. Helgi var látinn fara um mitt sumar og lék með Fjölni seinni hluta sumars.

Viðtal við Helga má sjá hér að neðan en þar kemur hann til dæmis inn á það að hann spilar alltaf í treyju númer 80.

ÍR greindi þá frá því fyrr í þessum mánuði að Guðjón Máni Magnússon hefði skrifað undir samning við félagið en hann kemur frá Haukum.

Guðjón er uppalinn hjá HK og Breiðabliki og steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Augnabliki tímabilið 2018. Tímabilin 2019 og 2020 lék hann með Fjarðabyggð og í sumar lék hann með Haukum.






Athugasemdir
banner
banner