Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 16. nóvember 2022 11:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Atli Gunnar kveður FH (Staðfest)
Úr leiknum gegn Breiðabliki í fyrra.
Úr leiknum gegn Breiðabliki í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Atli Gunnar Guðmundsson kveður Fimleikafélagið," segir í færslu FHinga á Facebook i dag. Þar er markverðinum þakkað fyrir sitt framlag til félagsins og honum óskað valfarnaðar í framtíðinni. Samningur hans við FH átti að renna út eftir næsta tímabil og því koma þessi tíðindi talsvert á óvart.

Atli gekk í raðir FH fyrir tímabilið 2021 og var því á mála hjá félaginu í tvö tímabil. Á sínu fyrra tímabili varði hann mark liðsins í tveimur leikjum, sá seinni var sérstaklega eftirminnilegur leikur gegn Breiðabliki í næstsíðustu umferð þar sem hann hélt hreinu.

Í ár kom Atli inn í markið eftir rúmlega mitt mót og varði mark liðsins til loka. Atli kom fyrst inn fyrir Gunnar Nielsen í júní í tveimur leikjum og svo í ágúst var hann aftur mættur í markið, fyrst vegna meiðsla og svo hélt hann sæti sínu í liðinu.

Þá varði hann mark liðsins í öllum fimm bikarleikjum liðsins sem fór alla leið í bikarúrslit í ár. Alls lék hann nítján leiki fyrir FH í deild og bikar.

Sindri Kristinn Ólafsson er að ganga í raðir FH frá Keflavík og þá eru þeir Heiðar Máni Hermannsson og Daði Freyr Arnarsson einnig á mála hjá félaginu. Atli er annar markvörðurinn sem kveður FH í haust því Gunnar Nielsen verður heldur ekki áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner