fim 17. janúar 2019 11:42
Magnús Már Einarsson
Felix Örn kominn aftur til ÍBV (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vinstri bakvörðurinn Felix Örn Friðriksson er kominn aftur til ÍBV eftir að hafa verið á láni hjá danska félaginu Vejle.

Felix fór til Vejle á láni í lok júlí síðastliðnum og átti lánssamningurinn að vera fram á vor.

Felix kom hins vegar einungis við sögu í einum leik í dönsku úrvalsdeildinni fyrri hluta tímabils þar sem hann kom inn á sem varamaður.

Fyrir áramót voru Vejle, ÍBV og Felix sammála um að best væri að ljúka lánssamningnum.

Felix hefur því hafið æfingar með ÍBV á nýjan leik en hann spilaði síðari hálfleikinn gegn Breiðabliki í Fótbolta.net mótinu um síðustu helgi.

Felix er 19 ára gamall en þrátt fyrir ungan aldur á hann 44 leiki að baki í Pepsi-deildinni.

Að auki hefur Felix skorað eitt mark í fjórtán leikjum með U21 liði Íslands en hann er einnig gjaldgengur þar í næstu undankeppni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner