mið 17. febrúar 2021 20:26
Ívan Guðjón Baldursson
Bjarni Guðjóns nýr þjálfari U19 liðs Norrköping (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
IFK Norrköping er búið að staðfesta ráðningu Bjarna Guðjónssonar sem aðalþjálfara U19 ára liðs félagsins. Þar mun hann þjálfa son sinn, Jóhannes Kristinn Bjarnason, sem þykir gríðarlega mikið efni.

Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson er mikilvægur hlekkur í liði Norrköping og vill svo skemmtilega til að hann er frændi Bjarna Guðjóns. Norrköping er því að verða sífellt meira Íslendingalið.

Jóhannes Kristinn og Bjarni ganga í raðir Norrköping eftir að hafa verið hjá KR undanfarin ár.

„Ég er þakklátur fyrir þetta tækifæri og mun gera allt í mínu valdi til að nýta það til hins ýtrasta. Ég hef fylgst náið með Norrköping í nokkur ár og dáist að því hvernig félagið þróar leikmenn. Þetta er frábært félag sem vill vera á toppnum," sagði Bjarni við undirskriftina.

Bjarni býr yfir gríðarlega mikilli reynslu úr knattspyrnuheiminum eftir að hafa spilað í Belgíu, Englandi og Þýskalandi.
Athugasemdir
banner
banner