Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 18. júní 2022 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alfreð segir frá stærstu félögunum sem hafa haft áhuga
Í leik með íslenska landsliðinu.
Í leik með íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason hefur átt stórkostlegan feril og komið víða við. Hann hefur leikið með Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni frá 2016 en er núna að leita sér að nýju félagi.

Hann var í skemmtilegu viðtali í Chess After Dark á dögunum þar sem hann fór um víðan völl. Hann var meðal annars spurður að því hvert væri stærsta félagið sem hefði nokkurn tímann sýnt honum áhuga.

„Ef félag setur sig í samband við þig eða umboðsmann, þá er staðfestur áhugi,” sagði Alfreð. „Öll góð lið hafa áhuga á öllum góðum leikmönnum.”

„Þegar ég var hjá Heerenveen þá hafði yfirmaður fótboltamála hjá Atletico Madrid samband við mig persónulega. Ég vissi af áhuga hjá Dortmund. Everton voru að skoða mig mjög lengi, en svo ákváðu þeir að fara aðra leið þegar kemur að lokaákvörðun. Áhugi er eitt og að vera með samningstilboð á borðinu er annað.”

„Á mínum bestu tímum hjá Augsburg hafa bæði Bayern og Dortmund sýnt áhuga á einhverjum tímapunkti. Það er samt langur vegur í það að ég sé sá leikmaður sem þau vilja fá. Þetta er flókið.”

En stærsta félagið sem hann hefur fengið tilboð frá? „Tvisvar sinnum var ég nálægt því að geta farið til Mönchengladbach og ég var kominn með samningstilboð, en svo varð ekkert úr því. Augsburg samþykkti aldrei tilboð í mig. Það kom tilboð frá West Ham upp á tíu milljónir evra eftir HM sem þeir neituðu bara. Það kom tilboð frá Kína sem þeir neituðu. Þá hef ég enga ákvörðun til að taka.”

„Augsburg hefur gefið mér og minni fjölskyldu ótrúlega mikið. Ég er búinn að eiga frábæran tíma þarna,” sagði Alfreð.

Alfreð greindi einnig frá því að stærsti samingur sem hann hefur gert á ferlinum væri síðasti samningurinn sem hann hefði gert við Augsburg.


Athugasemdir
banner
banner
banner