Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. júní 2022 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ef það tekur hann enginn í glugganum, þá verð ég sjokkeraður"
Óli Valur Ómarsson.
Óli Valur Ómarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Óli Valur er bara topp fimm besti leikmaður í þessari deild,” sagði Sverrir Mar Smárason í Innkastinu.

Hægri bakvörðurinn Óli Valur Ómarsson er búinn að eiga ansi góðar vikur að undanförnu.

Þessi 19 ára gamli leikmaður er búinn að vera stórkostlegur með Stjörnunni og frammistaða hans varð til þess að hann var valinn í U21 landsliðið. Þar var hann stórkostlegur í þremur leikjum í undankeppni EM.

Hann er búinn að vera frábær með Stjörnunni í sumar og Sverrir býst við að hann fari út þegar félagaskiptaglugginn opnar í júlí.

„Ef það tekur hann enginn í glugganum, þá verð ég sjokkeraður. Ég held að hann sé á leiðinni út núna,” sagði Sverrir.

„Ég held ekki. Ég held að hann sé einbeittur á að klára tímabilið hér heima,” sagði Sæbjörn Þór Steinke.

Eru að halda Óskari á bekknum
Óli Valur er ekki eini leikmaðurinn í Stjörnunni sem hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína í sumar. Adolf Daði Birgisson, Jóhann Árni Gunnarsso og Ísak Andri Sigurgeirsson eru búnir að vera mjög góðir og hafa verið að halda Óskari Erni Haukssyni, einum besta leikmanni í sögu þessarar deildar, á bekknum.

„Þeir hafa bara verið að halda Óskari á bekknum,” sagði Baldvin í þættinum sem má hlusta á í heild sinni hér fyrir neðan.
Innkastið - Óli Jó rekinn og fyrsta tap Blika
Athugasemdir
banner
banner
banner