banner
   lau 18. júní 2022 12:13
Brynjar Ingi Erluson
Fabregas yfirgefur Mónakó (Staðfest)
Cesc Fabregas verður ekki áfram hjá Mónakó
Cesc Fabregas verður ekki áfram hjá Mónakó
Mynd: Getty Images
Spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas mun ekki framlengja samning sinn við Mónakó og yfirgefur því félagið um mánaðamótin en þetta kemur fram í tilkynningu félagsins í dag.

Fabregas, sem er 35 ára gamall, hefur verið á mála hjá Mónakó síðustu þrjú ár eða síðan hann kom frá Chelsea.

Tími hans hjá Mónakó hefur verið ákveðin vonbrigði en hann gat lítið spilað á síðasta tímabili vegna meiðsla og náði aðeins að spila 68 leiki yfir fjögur tímabil.

Samningur hans við Mónakó rennur út um mánaðamótin og hefur félagið nú staðfest að hann verður ekki áfram.

Eitthvað hefur verið rætt um að hann gæti farið út í þjálfun en leikmaðurinn hefur þó sagt að hann vilji ekki enda fótboltaferilinn á þennan hátt. Hann gæti því séð fyrir sér að taka eitt eða tvö tímabil til viðbótar áður en hann leggur skóna á hilluna.
Athugasemdir
banner
banner