lau 18. júní 2022 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Julio Enciso í Brighton (Staðfest)
Julio Enciso.
Julio Enciso.
Mynd: Brighton
Brighton er búið að ganga frá kaupum á Julio Enciso, framherja frá Paragvæ, og skrifar hann undir samning til fjögurra ára.

Enska úrvalsdeildarfélagið kaupir þennan efnilega leikmann á 9,5 milljónir punda frá Libertad Asuncion í Paragvæ.

Hinn 18 ára gamli Enciso kemur til móts við leikmannahóp síðar í þessum mánuði þegar undirbúningsvinna fyrir næstu leiktíð hefst.

Graham Potter, stjóri Brighton, fagnar komu leikmannsins og segist hlakka til að hjálpa honum að þróa sinn leik.

Enciso skoraði 11 mörk og lagði upp þrjú ofan á það í 14 leikjum á tímabilinu sem er núna í gangi í Paragvæ. Hann er nú þegar búinn að spila fimm A-landsleiki fyrir þjóð sína.

Þetta er klárlega spennandi leikmaður sem er þarna að koma til Brighton.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner