Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 18. júní 2022 14:34
Brynjar Ingi Erluson
Lucy Bronze semur við Barcelona (Staðfest)
Lucy Bronze er mætt til Barcelona
Lucy Bronze er mætt til Barcelona
Mynd: Heimasíða Barcelona
Ein besta fótboltakona veraldar, Lucy Bronze, skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Barcelona á Spáni en hún kemur á frjálsri sölu frá Manchester City.

Enska landsliðskonan hefur átt glæstan feril til þessa en hún hefur spilað með Liverpool. Manchester City og franska félaginu Lyon, auk þess að hafa leikið fyrir Everton og Sunderland.

Síðustu tvö ár hefur hún spilað með Man City en samningur hennar við félagið átti að renna út um mánaðamótin.

Hún ákvað að framlengja ekki samning sinn við félagið og róa á önnur mið en Bronze var orðuð við félög í Bandaríkjunum og svo Barcelona.

Spænska félagið greindi svo frá því í dag að Bronze væri búin að skrifa undir tveggja ára samning.

Barcelona hefur unnið spænsku deildina þrjú ár í röð og þá aðeins tapað einum deildarleik á þessum þremur árum. Liðið varð Evrópumeistari á síðasta ári.

Bronze hefur unnið allt sem hægt er að vinna með félagsliði en hún vann Meistaradeild Evrópu þrisvar sinnum með Lyon og var þá valin besti leikmaður heims af FIFA árið 2020.

Varnarmaðurinn öflugi undirbýr sig nú af kappi fyrir Evrópumótið sem fer fram á Englandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner