Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 18. júní 2022 12:23
Brynjar Ingi Erluson
Nketiah skrifaði undir fimm ára samning við Arsenal (Staðfest)
Eddie Nketiah skrifaði undir til 2027
Eddie Nketiah skrifaði undir til 2027
Mynd: EPA
Enski framherjinn Eddie Nketiah skrifaði í dag undir fimm ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins.

Þessi 23 ára gamli leikmaður var leystur undan samningi hjá Chelsea þegar hann var 15 ára og gekk í kjölfarið í raðir Arsenal.

Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið tveimur árum síðar og fékk svo mínútur hér og þar næstu árin á eftir.

Nketiah eyddi fyrri hluta tímabilsins 2019-2020 á láni hjá Leeds en snéri aftur til Arsenal um áramótin og lék með liðinu út leiktíðina.

Framherjinn átti sitt besta tímabil fyrir Arsenal á síðustu leiktíð er hann gerði tíu mörk í 27 leikjum í öllum keppnum.

Samningur hans átti að renna út núna um mánaðamótin en hefur nú framlengt til 2027. Hann mun þá klæðast treyju númer 14 og fetar þar í fótspor markahæsta leikmanns Arsenal frá upphafi, Thierry Henry.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner