Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 18. nóvember 2021 12:04
Elvar Geir Magnússon
Helgi Sig tekur við 2. flokki Fjölnis (Staðfest)
Verður ekki þjálfari Vængja Júpíters
Helgi Sigurðsson.
Helgi Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Sigurðsson hefur verið ráðinn sem þjálfari 2. flokks karla hjá Fjölni. Þetta staðfesti Helgi við Fótbolta.net í dag en segir ekkert til í þeim sögusögnum að hann yrði einnig þjálfari 3. deildarliðsins Vængir Júpíters í Grafarvoginum.

„Þær sögur voru algjört kjaftæði," sagði Helgi varðandi orðróminn um Vængina.

Í yfirlýsingu frá Fjölni lýsir félagið mikilli ánægju með ráðninguna. Helgi er fyrrum þjálfari Fylkis en á liðnu tímabili stýrði hann ÍBV upp úr Lengjudeildinni en ákvað að kveðja félagið þegar því verkefni var lokið.

„Miklar vonir er um að hans reynsla muni hjálpa leikmönnum okkar að stíga en stærri skref í þróun sinni sem framtíðarleikmenn Fjölnis. Annar flokkur er fjölmennur flokkur sem býr yfir miklum hæfileikum og verður spennandi að fylgjast með þeim leikmönnum næstu árin."

Helgi hafnaði tilboði frá færeyska félaginu NSÍ Runavík.

„Ég hefði þá alveg eins getað verið áfram í Eyjum. Það er annasamt hjá konunni og ég flutti mig aftur á heimaslóðir. Ég er ekkert hættur í þjálfun þó ekkert hafi gerst í meistaraflokksþjálfun núna. Maður sér hvort eitthvað gerist þar í framtíðinni," segir Helgi við Fótbolta.net.

Helgi mun vinna náið með meistaraflokksþjálfara Fjölnis en þar urðu breytingar. Úlfur Arnar Jökulsson sem var þjálfari 2. flokks tók skrefið upp og var ráðinn þjálfari meistaraflokks.

Sjá einnig:
Helgi um viðskilnaðinn við ÍBV: Auðvitað er það skrítið


Athugasemdir
banner
banner