Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fim 18. nóvember 2021 15:30
Elvar Geir Magnússon
Rodwell í ástralska boltann (Staðfest)
Jack Rodwell.
Jack Rodwell.
Mynd: Getty Images
Jack Rodwell hefur gert eins árs samning við ástralska félagið Western Sydney Wanderers. Þessi fyrrum miðjumaður Everton og Manchester United hefur verið án félags síðan hann yfirgaf Sheffield United í júní.

Rodwell segist hafa verið að skoða möguleikana á því að spila í Ástralíu í nokkurn tíma en eiginkona hans er frá Sydney.

„Ástralía er eins og mitt annað heimili. Það er mitt uppáhalds land á jörðinni," segir Rodwell.

Nýtt tímabil í ástralska boltanum fer af stað á laugardag en þá leikur Western Sydney Wanderers, sem endaði í áttunda sæti af tólf liðum á síðasta tímabili, grannaslag gegn Sydney FC.

Rodwell, sem er þrítugur, var mikið efni á sínum tíma en ferill hans náði ekki þeim hæðum sem búist var við.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner