Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 18. nóvember 2021 18:13
Brynjar Ingi Erluson
Van Bronckhorst tekur við Rangers (Staðfest)
Giovanni van Bronckhorst er mættur til Rangers
Giovanni van Bronckhorst er mættur til Rangers
Mynd: Rangers
Hollenski þjálfarinn Giovanni van Bronckhorst er nýr knattspyrnustjóri Rangers í Skotlandi en félagið tilkynnti ráðninguna í dag.

Steven Gerrard hætti með Rangers á dögunum og tók við Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni en Gerrard gerði liðið að skoskum meistara á síðustu leiktíð.

Rangers var ekki lengi að finna eftirmann hans en Van Bronckhorst tók við liðinu eftir að hafa verið í viðræðum við félagið í nokkra daga.

Hollendingurinn spilaði með Rangers í þrjú ár frá 1998 til 2001 og vann þar deildina þrisvar.

Hann átti frábæran feril sem knattspyrnumaður og spilaði með félögum á borð við Arsenal, Feyenoord og Barcelona.

Van Bronckhorst fór út í þjálfun eftir ferilinn og tók við Feyenoord árið 2015. Þar hann vann hollensku deildina, bikarinn í tvígang og Johan Cruyff-skjöldinn tvisvar áður en hann tók við Guangzhou í Kína árið 2020.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner