Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 18. desember 2018 11:15
Arnar Helgi Magnússon
Jón Gísli Ström genginn til liðs við Fjölni (Staðfest)
Jón Gísli er orðinn leikmaður Fjölnis.
Jón Gísli er orðinn leikmaður Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Jón Gísli Ström er genginn til liðs við Fjölni en hann kemur frá ÍR.

Jón Gísli hefur æft með Fjölni undanfarnar vikur en hann skoraði eitt marka liðsins í 3-2 tapi gegn Keflavík í síðustu viku.

Hann hefur leikið allan sinn meistaraflokksferil með ÍR, að undanskilinni stuttri dvöl hjá ÍBV þar sem að hann lék einungis þrjá leiki með félaginu sumarið 2013.

ÍR féll á dramatískan hátt úr Inkasso-deildinni í síðustu umferð deildarinnar gegn Magna. Fjölnir féll úr Pepsi-deildinni og því mun Jón leika áfram í Inkasso.

Jón Gísli hefur leikið 174 meistaraflokksleiki og skorað í þeim 73 mörk.

„Við bjóðum hann velkominn í Grafarvoginn og væntum mikils af honum í framtíðinni," segir á Twitter reikning Fjölnis.


Athugasemdir
banner
banner