Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 19. janúar 2019 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sala til Cardiff fyrir metfé (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Cardiff hefur gengið frá kaupum á sóknarmanninum Emiliano Sala. Hann er argentískur sóknarmaður sem kemur frá Nantes í Frakklandi fyrir félagsmet.

Sala skrifar undir þriggja ára samning við Cardiff, en talið er að kaupverðið sé 15 milljónir punda.

Hann er annar leikmaðurinn sem kemur til Cardiff í þessum mánuði, en félagið fékk á dögunum sóknarmanninn Oumar Niasse á láni frá Everton.

Hinn 28 ára gamli Sala hefur skorað 13 mörk í deild og bikar í Frakklandi á tímabilinu, en aðeins Kylian Mbappe og Nicolas Pepe hafa skorað fleiri mörk.

Cardiff þarf klárlega á markaskorara að halda, en liðið hefur aðeins skorað 19 mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Hjá Cardiff hittir Sala íslenska landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson.
Athugasemdir
banner
banner