Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 19. mars 2021 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kristján Ólafsson til ÍH (Staðfest) - ÍH spilar í Skessunni
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
ÍH var að bæta öflugum leikmanni við sig, framherjanum Kristjáni Ólafssyni sem lék 16 að láni hjá Njarðvík í fyrra.

Kristján er fæddur um aldamótin og spilaði 18 leiki með Njarðvík í deild og bikar er Njarðvíkingum rétt mistókst að koma sér uppúr 2. deildinni í fyrra.

Kristján, sem getur bæði leikið í fremstu víglínu og úti á kanti, fór til Njarðvíkur að láni frá FH.

„ÍH býður Kristján innilega velkominn," segir í færslu á Facebook síðu ÍH.

„Jafnframt viljum við tilkynna samstarf ÍH við FH. Þetta þýðir að við munum áfram spila heimaleiki okkar í Skessunni. Einnig þýðir þetta að ungir leikmenn 2.flokks FH geta samhliða spilað með ÍH í sumar.

„Við erum virkilega þakklátir FH fyrir samstarfið og mun þetta hjálpa ÍH varðandi æfingar, aðstöðu og fleira.

„Rósir eru rauðar, fjöllin eru blá, hverjir eru bestir? ÍH."


ÍH rúllaði yfir 4. deildina í fyrra og hefur styrkt hópinn talsvert á undanförnum dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner