Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 19. maí 2021 11:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimir fékk nóg: Að verða lengsta viðtal sem ég hef farið í
Heimir og Túfa á hliðarlínunni gegn KR.
Heimir og Túfa á hliðarlínunni gegn KR.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var til viðtals eftir sigur sinna manna gegn KR á mánudagskvöld.

Undir lok viðtals var Heimir spurður út í stöðuna á Arnóri Smárasyni og Tryggva Hrafni Haraldssyni sem gengu í raðir Vals í vetur en hafa ekki spilað til þessa í mótinu vegna meiðsla.

„Arnór Smára ætti að geta byrjað að æfa eftir viku. Tryggvi vonandi eftir landsleikjahléið. Að sjálfsögðu vonum við að þeir komi til baka sem fyrst," sagði Heimir.

Fréttaritari vildi fá að vita meira og spurði: „Talandi um þá, þetta eru leikmenn sem þið fenguð til liðs við ykkur í vetur af því þið ætluðuð að styrkja liðið og halda áfram að vera bara besta lið landsins. Þið væntanlega eruð með háleit markmið varðandi Evrópu, bikarkeppni og annað. Hvað eiga þeir eftir að færa ykkur inn í liðið?"

Komið var inn á fimmtu mínútu í viðtalinu og Heimir var búinn að fá nóg af spurningum.

„Nú er þetta að verða held ég lengsta viðtal sem ég hef farið í sögu Fótbolta.net. Það er alveg nóg fyrir mig að hugsa bara um næsta leik," sagði Heimir léttur. Viðtalið má sjá hér að neðan.

Næsti leikur Vals er gegn Leikni á föstudag.
Heimir Guðjóns: Markið kostaði mig 25 þúsund kall
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner