Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 19. júní 2022 12:20
Ívan Guðjón Baldursson
Atalanta festir kaup á Demiral (Staðfest)
Mynd: EPA

Atalanta er búið að ganga frá kaupum á tyrkneska varnarmanninum Merih Demiral sem á að fylla í skarðið sem Cristian Romero skilur eftir.


Tottenham er að ganga frá kaupum á Romero frá Atalanta og fékk ítalska félagið Demiral lánaðan frá Juventus í fyrra.

Demiral spilaði 42 leiki á lánstímabilinu og festi sig í sessi sem byrjunarliðsmaður. Atalanta ákvað að nýta kaupréttinn í lánssamningnum sem hljóðaði upp á 20 milljónir evra.

Þrátt fyrir að standa sig vel á tímabilinu tókst Demiral ekki að koma í veg fyrir slakt gengi Atalanta sem missti af Evrópusæti í vor.

Demiral er 24 ára gamall og á 35 landsleiki að baki fyrir Tyrkland.


Athugasemdir
banner
banner
banner