Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. júní 2022 20:14
Brynjar Ingi Erluson
Eiður Smári gerði tveggja ára samning við FH (Staðfest)
Eiður Smári Guðjohnsen er nýr þjálfari FH
Eiður Smári Guðjohnsen er nýr þjálfari FH
Mynd: FH-ingar.net
Mynd: FH-ingar.net
Eiður Smári Guðjohnsen er nýr þjálfari FH en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í kvöld.

Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson voru látnir taka poka sinn eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Leikni á fimmtudag en liðið situr í 9. sæti deildarinnar með 8 stig eftir fyrstu níu leikina.

FH tilkynnti svo komu Eiðs Smára Guðjohnsen í dag en hann gerði samning út tímabilið 2024 og stýrði sinni fyrstu æfingu í dag en Vísir heldur því fram að SIgurvin Ólafsson verði aðstoðarmaður Eiðs.



Þessar fréttir koma lítið á óvart en það sást til Eiðs Smára á leikjum FH í maí og var hann efstur á blaði hjá FH-ingum.

Hann kemur á kunnugar slóðir en hann stýrði liðinu ásamt Loga Ólafssyni seinni hluta tímabilsins fyrir tveimur árum eftir að Ólafur Kristjánsson hætti með FH og tók við Esbjerg í Danmörku.

Eiður og Logi náðu ágætis árangri með liðið og endaði það í 2. sæti undir stjórn þeirra áður en þeir hurfu á braut.

Eiður var þá einnig að þjálfa U21 árs landsliðið en hann og Arnar Þór Viðarsson tóku við A-landsliðinu eftir að Erik Hamrén hætti. Eiður var látinn fara frá KSÍ undir lok síðasta árs vegna áfengisneyslu í landsliðsferð. Hann hefur einnig unnið sem sparkspekingur í kringum enska boltann á Símanum undanfarið ár.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner