Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 19. júní 2022 10:07
Ívan Guðjón Baldursson
Ramsay nýr leikmaður Liverpool (Staðfest)
Ramsay í leik gegn Breiðabliki.
Ramsay í leik gegn Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Liverpool er búið að staðfesta félagaskipti skoska bakvarðarins Calvin Ramsay til félagsins.


Hinn 18 ára gamli Ramsay kemur úr herbúðum Aberdeen í Skotlandi og borgar Liverpool aðeins 4 milljónir punda fyrir þennan eftirsótta bakvörð. Enska stórveldið mun að öllum líkindum greiða 2,5 milljónir punda til viðbótar í árangurstengdar aukagreiðslur.

Táningurinn spilaði 33 leiki með Aberdeen á nýliðinni leiktíð og á 14 leiki að baki fyrir yngri landslið Skota. Hann er byrjaður að spila fyrir U21 landsliðið þrátt fyrir ungan aldur.

Ramsay er þriðji leikmaðurinn sem gengur í raðir Liverpool í sumar eftir komu Fabio Carvalho og Darwin Nunez. Á sama tíma er Sadio Mane á leið burt á meðan Divock Origi og Loris Karius eru samningslausir.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner