mán 19. júlí 2021 13:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Birkir Jakob til Atalanta (Staðfest)
Birkir Jakob Jónsson.
Birkir Jakob Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Birkir Jakob Jónsson hefur fengið félagaskipti frá Breiðabliki til Atalanta á Ítalíu.

Það kemur fram á vefsíðu KSÍ að leikmaðurinn sé farinn til Ítalíu.

Birkir Jakob fór á reynslu til Atalanta í byrjun júní og hafa verið þreifingar á milli félaganna.

Birkir Jakob Jónsson er fæddur árið 2005 og kom við sögu í einum leik í Lengjubikarnum í vetur. Hann er uppalinn hjá Fram, fór til Fylkis fyrir sumarið 2019 en gekk svo í raðir Breiðabliks í vetur.

Birkir hefur verið viðloðandi U15 og U16 landslið Íslands og þykir mjög efnilegur.

Birkir verður ekki eini Íslendingurinn hjá Atalanta ef hann fer þangað. Óliver Steinar Guðmundsson fór frá Haukum til Atalanta fyrr á þessu ári.

Aðallið Atalanta hefur verið að gera mjög flotta hluti á Ítalíu á síðasta ári, verið í toppbaráttu og í Meistaradeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner