Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 19. nóvember 2021 14:00
Elvar Geir Magnússon
Giuseppe Rossi til SPAL (Staðfest)
Rossi var sautján ára þegar hann samdi við Manchester United.
Rossi var sautján ára þegar hann samdi við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Giuseppe Rossi hefur skrifað undir samning við ítalska B-deildarfélagið SPAL sem gildir út tímabilið. Þessi 34 ára sóknarmaður hefur verið án félags síðan samningur hans við Real Salt Lake í Bandaríkjunum rann út.

Rossi hefur æft með SPAL undanfarnar vikur. „Hann spilaði æfingaleik í síðustu viku og skoraði stórkostlegt mark," sagði Joe Tacopina, forseti SPAL.

„Honum líður vel en þarf smá tíma. Hægt og rólega verður hann tilbúinn og getur gert gæfumuninn. Hann er með gæði sem enginn annar í Seríu-B er með."

Rossi vakti mikla athygli ungur að árum. Hannvar aðeins sautján ára þegar Sir Alex Ferguson fékk hann til Manchester United og lék fimm leiki fyrir aðalliðið áður en hann gekk í raðir Villarreal 2007 og skoraði þar 54 mörk í 136 leikjum.

Ferill hans fór beint niður á við þegar hann sleit krossband á hægra hné tvisvar og var frá í eitt og hálft ár vegna meiðslanna.
Athugasemdir
banner
banner