banner
   lau 20. mars 2021 13:51
Ívan Guðjón Baldursson
Jóhann Árni framlengir við Fjölni (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Árni Gunnarsson er búinn að framlengja samning sinn við Fjölni um eitt ár og mun því spila með félaginu í Lengjudeildinni í sumar.

Jóhann Árni hefur gert 9 mörk í 48 leikjum fyrir Fjölni en hann er fæddur 2001 og var eftirsóttur af félögum úr Pepsi Max-deildinni í vetur.

Jóhann á 19 yngri landsleiki að baki og er algjör lykilmaður í liði Fjölnis.

„Jóhann hefur verið lykilleikmaður hjá Fjölni og því eru þetta mikil fagnðartíðindi. Við hlökkum til að sjá hann í gulu treyjunni á vellinum í sumar!" segir í yfirlýsingu frá Fjölni.

Jóhann Árni skoraði 4 mörk í 18 leikjum í Pepsi Max-deildinni í fyrra er Fjölnir féll. Fjölnismenn unnu ekki leik og fengu aðeins 6 stig í 18 umferðum.
Athugasemdir
banner
banner