Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 21. apríl 2021 22:00
Brynjar Ingi Erluson
Arnór Gauti í Aftureldingu (Staðfest)
Arnór Gauti er mættur aftur í Mosfellsbæinn
Arnór Gauti er mættur aftur í Mosfellsbæinn
Mynd: UMFA - Raggi Óla
Arnór Gauti Ragnarsson er genginn til liðs við Aftureldingu á láni frá Fylki en þetta kemur fram í tilkynningu frá Aftureldingu í kvöld.

Arnór Gauti er 24 ára gamall og uppalinn í Aftureldingu en hann gekk til liðs við Breiðablik þegar hann var aðeins 16 ára gamall.

Hann hefur spilað við fyrir Breiðablik, Selfoss, ÍBV og nú síðast Fylki en hann hefur spilað síðustu tvö tímabil í Árbænum.

Arnór er nú genginn til liðs við Aftureldingu á láni frá Fylki og mun því leika með Aftureldingu í Lengjudeildinni en þetta er mikill liðsstyrkur fyrir liðið.

„Það hefur verið uppgangur hjá Aftureldingu síðustu ár. Það er margt nýtt og mjög spennandi tímar framundan. Liðið spilar virkilega skemmtilegan fótbolta og ég held að ég eigi eftir að smellpassa inn í þetta," sagði Arnór Gauti við undirskrift.
Athugasemdir
banner
banner