Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 21. maí 2022 10:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Foden ungi leikmaður ársins annað árið í röð (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Phil Foden, miðjumaður Manchester City hefur verið valinn ungi leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni annað árið í röð.


Hann hefur skorað níu mörk og er með fimm stoðsendingar fyrir liðið í úrvalsdeildinni þegar aðeins lokaumferðin er eftir. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að vinna þessi verðlaun tvö ár í röð.

„Ég er mjög stoltur að hafa unnið þessi verðlaun annað árið í röð. Það eru svo margir hæfileikaríkir ungir leikmenn í deildinni og það er mikill heiður að hafa unnið þetta aftur," sagði Foden.

Hann hafði betur gegn Trent Alexander Arnold, Conor Gallagher, Tyrick Mitchell, Mason Mount, Aaron Ramsdale og Bukayo Saka.

Foden getur hjálpað City að vinna deildina á morgun þegar liðið fær Steven Gerrard og lærisveinum hans í Aston Villa í heimsókn en City er með eins stigs forystu á Liverpool sem mætir Wolves á Anfield.


Athugasemdir
banner
banner
banner