Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 21. júlí 2021 17:45
Ívan Guðjón Baldursson
Kristoffer Ajer til Brentford (Staðfest)
Starfelt fer til Celtic
Mynd: Getty Images
Brentford er búið að staðfesta kaup á norska miðverðinum Kristoffer Ajer, sem kemur frá Celtic fyrir um 15 milljónir evra.

Ajer er 23 ára gamall og hefur verið lykilmaður í hjarta varnarinnar hjá Celtic undanfarin ár. Hann á 23 leiki að baki fyrir norska landsliðið og hefur verið orðaður við ýmis stórlið á Ítalíu og Þýskalandi.

Hann valdi þó að ganga í raðir Brentford sem komst upp úr Championship deildinni á síðustu leiktíð. Þar hittir hann marga frændur sína frá Danmörku og íslenska markvörðinn Patrik Sigurð Gunnarsson sem gæti þó verið lánaður út í haust.

Ajer er þriðji leikmaðurinn sem Brentford klófestir í sumar, eftir komu Nathan Young-Coombes frá Rangers og Frank Onyeka frá Midtjylland.

Celtic er þá búið að festa kaup á sænska miðverðinum Carl Starfelt til að fylla í skarðið. Hann kostar 5 milljónir evra og kemur frá Rubin Kazan í Rússlandi. Starfelt er 26 ára gamall og á þrjá A-landsleiki að baki fyrir Svíþjóð. Hann lék fyrir Brommapojkarna og Gautaborg í heimalandinu áður en hann hélt til Rússlands 2019.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner