Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   fim 22. mars 2018 14:10
Elvar Geir Magnússon
Santa Clara
Hólmar Örn: Mikil samkeppni milli góðra miðvarða
Icelandair
Hólmar og Ragnar Sigurðsson léttir á æfingu í gær.
Hólmar og Ragnar Sigurðsson léttir á æfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmar Örn Eyjólfsson er einn af sex miðvörðum sem eru í íslenska landsliðshópnum í Bandaríkjunum. Framundan eru vináttulandsleikir gegn Mexíkó og Perú, sá fyrri verður á föstudagskvöld.

Það er hörð barátta um að komast í lokahópinn fyrir HM í sumar en hann verður skipaður 23 leikmönnum.

„Það er mikil samkeppni og mikið af góðum miðvörðum hjá Íslandi. Við verðum að sýna okkur og sanna hérna. Það gerðist nokkuð fljótt að menn fóru að gera mjög vel í miðvarðastöðunni, það er bara mjög jákvætt," segir Hólmar.

Hann hefur verið að leika mjög vel með félagsliði sínu, Levski Sofia í Búlgaríu. Varnarleikur er aðalsmerki liðsins og Hólmar og félagar fá ekki mörg mörk á sig.

„Það hefur gengið ágætlega. Við erum með ítalskan þjálfara sem leggur mikið upp úr skipulagi og að verjast frá fremsta manni. Maður nýtur góðs af því og það er hrikalega gaman að spila í svona skipulögðu liði."

Hvernig líkar honum í búlgörsku fótboltaumhverfi?

„Þetta er mjög fínt og hefur komið á óvart. Ég hef notið þess að vera þarna þessa 8-9 mánuðim" segir Hólmar en viðtalið er í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner