Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   fim 22. mars 2018 14:10
Elvar Geir Magnússon
Santa Clara
Hólmar Örn: Mikil samkeppni milli góðra miðvarða
Icelandair
Hólmar og Ragnar Sigurðsson léttir á æfingu í gær.
Hólmar og Ragnar Sigurðsson léttir á æfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmar Örn Eyjólfsson er einn af sex miðvörðum sem eru í íslenska landsliðshópnum í Bandaríkjunum. Framundan eru vináttulandsleikir gegn Mexíkó og Perú, sá fyrri verður á föstudagskvöld.

Það er hörð barátta um að komast í lokahópinn fyrir HM í sumar en hann verður skipaður 23 leikmönnum.

„Það er mikil samkeppni og mikið af góðum miðvörðum hjá Íslandi. Við verðum að sýna okkur og sanna hérna. Það gerðist nokkuð fljótt að menn fóru að gera mjög vel í miðvarðastöðunni, það er bara mjög jákvætt," segir Hólmar.

Hann hefur verið að leika mjög vel með félagsliði sínu, Levski Sofia í Búlgaríu. Varnarleikur er aðalsmerki liðsins og Hólmar og félagar fá ekki mörg mörk á sig.

„Það hefur gengið ágætlega. Við erum með ítalskan þjálfara sem leggur mikið upp úr skipulagi og að verjast frá fremsta manni. Maður nýtur góðs af því og það er hrikalega gaman að spila í svona skipulögðu liði."

Hvernig líkar honum í búlgörsku fótboltaumhverfi?

„Þetta er mjög fínt og hefur komið á óvart. Ég hef notið þess að vera þarna þessa 8-9 mánuðim" segir Hólmar en viðtalið er í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner