Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   fim 22. mars 2018 14:10
Elvar Geir Magnússon
Santa Clara
Hólmar Örn: Mikil samkeppni milli góðra miðvarða
Icelandair
Hólmar og Ragnar Sigurðsson léttir á æfingu í gær.
Hólmar og Ragnar Sigurðsson léttir á æfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmar Örn Eyjólfsson er einn af sex miðvörðum sem eru í íslenska landsliðshópnum í Bandaríkjunum. Framundan eru vináttulandsleikir gegn Mexíkó og Perú, sá fyrri verður á föstudagskvöld.

Það er hörð barátta um að komast í lokahópinn fyrir HM í sumar en hann verður skipaður 23 leikmönnum.

„Það er mikil samkeppni og mikið af góðum miðvörðum hjá Íslandi. Við verðum að sýna okkur og sanna hérna. Það gerðist nokkuð fljótt að menn fóru að gera mjög vel í miðvarðastöðunni, það er bara mjög jákvætt," segir Hólmar.

Hann hefur verið að leika mjög vel með félagsliði sínu, Levski Sofia í Búlgaríu. Varnarleikur er aðalsmerki liðsins og Hólmar og félagar fá ekki mörg mörk á sig.

„Það hefur gengið ágætlega. Við erum með ítalskan þjálfara sem leggur mikið upp úr skipulagi og að verjast frá fremsta manni. Maður nýtur góðs af því og það er hrikalega gaman að spila í svona skipulögðu liði."

Hvernig líkar honum í búlgörsku fótboltaumhverfi?

„Þetta er mjög fínt og hefur komið á óvart. Ég hef notið þess að vera þarna þessa 8-9 mánuðim" segir Hólmar en viðtalið er í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner