Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
   fim 22. mars 2018 14:10
Elvar Geir Magnússon
Santa Clara
Hólmar Örn: Mikil samkeppni milli góðra miðvarða
Icelandair
Hólmar og Ragnar Sigurðsson léttir á æfingu í gær.
Hólmar og Ragnar Sigurðsson léttir á æfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmar Örn Eyjólfsson er einn af sex miðvörðum sem eru í íslenska landsliðshópnum í Bandaríkjunum. Framundan eru vináttulandsleikir gegn Mexíkó og Perú, sá fyrri verður á föstudagskvöld.

Það er hörð barátta um að komast í lokahópinn fyrir HM í sumar en hann verður skipaður 23 leikmönnum.

„Það er mikil samkeppni og mikið af góðum miðvörðum hjá Íslandi. Við verðum að sýna okkur og sanna hérna. Það gerðist nokkuð fljótt að menn fóru að gera mjög vel í miðvarðastöðunni, það er bara mjög jákvætt," segir Hólmar.

Hann hefur verið að leika mjög vel með félagsliði sínu, Levski Sofia í Búlgaríu. Varnarleikur er aðalsmerki liðsins og Hólmar og félagar fá ekki mörg mörk á sig.

„Það hefur gengið ágætlega. Við erum með ítalskan þjálfara sem leggur mikið upp úr skipulagi og að verjast frá fremsta manni. Maður nýtur góðs af því og það er hrikalega gaman að spila í svona skipulögðu liði."

Hvernig líkar honum í búlgörsku fótboltaumhverfi?

„Þetta er mjög fínt og hefur komið á óvart. Ég hef notið þess að vera þarna þessa 8-9 mánuðim" segir Hólmar en viðtalið er í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner