Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 22. maí 2021 23:00
Victor Pálsson
Rekinn frá Arsenal eftir 30 ár hjá félaginu
Mynd: Getty Images
Arsenal í ensku úrvalsdeildinni hefur ákveðið að reka Steve Bould sem hefur starfað hjá félaginu í 30 ár.

Þetta var staðfest í kvöld en Bould var eitt sinn í þjálfarateymi Arsene Wenger sem tók við liðinu 1996 og yfirgaf það 2018.

Þessi 58 ára gamli þjálfari hefur undanfarin tvö ár séð um U23 lið Arsenal en hann hefur nú verið rekinn. Hann tók við því starfi af Freddie Ljungberg.

Bould er einnig fyrrum leikmaður Arsenal en hann spilaði með liðinu í 11 ár eða frá 1988 til 1999.

Arsenal er nú að leita að nýjum þjálfara fyrir næstu leiktíð en hann verður fundinn í sumar.

Pert Mertsacker, fyrrum leikmaður liðsins, mun sjá um að ráða þann aðila.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner