Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 22. júní 2021 13:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freyr tekinn við Lyngby (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danska félagið Lyngby er búið að tilkynna um ráðningu á Frey Alexanderssyni sem nýjum þjálfara sínum.

Freyr skrifar undir samning við Lyngby sem rennur út árið 2023.

Freyr heillaði fólk hjá félaginu með hugmyndum sínum og metnaði þegar kemur að fótbolta. Hann fær það verkefni að koma liðinu upp í dönsku úrvalsdeildina.

Freyr var síðast aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar hjá Al-Arabi. Hann var orðaður við þjálfarastarfið hjá FH áður en Ólafur Jóhannesson var ráðinn þangað.

Í fyrra hafnaði Freyr tækifæri á að gerast aðstoðarþjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Midtjylland.

Freyr var aðstoðarþjálfari Erik Hamren með A-landslið karla, en þar áður var hann þjálfari íslenska kvennalandsliðsins og þjálfari Leiknis í Breiðholti. Hann er aðeins 38 ára gamall.

Það er auðvitað Víkingaklapp í kynningarmyndbandinu sem má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner