Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. júní 2022 17:49
Brynjar Ingi Erluson
Arsenal lánar framherja til Ipswich (Staðfest)
Mynd: Ipswich Town
Enski framherjinn Tyreece John-Jules mun spila með Ipswich Town á láni frá Arsenal út leiktíðina. Þetta var tilkynnt á heimasíðu Ipswich í dag.

John-Jules, sem er 21 árs gamall, hefur ekki enn tekist að spila fyrir aðallið Arsenal.

Hann gekk ungur að árum í raðir félagsins frá Charlton en hefur síðustu ár verið lánaður frá félaginu til að öðlast meiri reynslu.

John-Jules spilaði með bæði Blackpool og Sheffield Wednesday á síðustu leiktíð á láni frá Arsenal og nú mun hann halda áfram að bæta í reynslubankann.

Hann mun spila með Ipswich Town í ensku C-deildinni á komandi tímabili, en liðið hafnaði í 11. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð og hefur nú þegar bætt við sig fjórum leikmönnum í þessum glugga.
Athugasemdir
banner
banner
banner