mið 23. janúar 2019 17:06
Elvar Geir Magnússon
Frenkie de Jong til Barcelona (Staðfest)
Kemur 1. júlí
De Jong í landsleik með Hollandi.
De Jong í landsleik með Hollandi.
Mynd: Getty Images
De Jong skælbrosandi við undirskriftina.
De Jong skælbrosandi við undirskriftina.
Mynd: Barcelona
Spænsku meistararnir í Barcelona hafa staðfest að Frenkie de Jong verði leikmaður félagsins í sumar.

De Jong hefur spilað 68 aðalliðsleiki fyrir Ajax en frammistaða hans hefur vakið mikla athygli.

Þessi 21 árs miðjumaður sem á fimm landsleiki fyrir Holland. Mörg félög höfðu áhuga á honum en Barcelona vann baráttuna um þjónustu hans.

Kaupverðið er sagt 65 milljónir punda en De Jong gerir fimm ára samning. Hann hafnaði Manchester City og Paris Saint-Germain.

Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, fór sjálfur til Amsterdam til að ganga frá kaupunum á De Jong sem verður formlega orðinn leikmaður Barcelona þann 1. júlí. Hann klárar tímabilið með Ajax.



Athugasemdir
banner
banner
banner